AIC – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/
|
|
|
|
Effective from 13 OCT 2017
Published on 13 OCT 2017
|
|
|
|
Skoðanir mæli-, fjarskipta og flugleiðsögutækja loftfara /
Inspections of aircraft measurement, communications and navigational instruments
|
|
Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa
|
|
1 Loftför, önnur en þau sem notuð eru í flugrekstri
|
-
Loftför sem notuð eru til nætur og/eða blindflugs skulu hafa fjarskipta- og leiðsögubúnað prófaðan ásamt hraða- og hæðarmælum á a.m.k. 24 mánaða fresti.
-
Mælt er með að hraða- og hæðarmælar loftfara sem eingöngu eru notuð til sjónflugs og takmarkaðs næturflugs, séu prófaðir á a.m.k. 24 mánaða fresti.
-
Ratsjárvara (ATC Transponder) skal prófa á a.m.k. 24 mánaða fresti.
-
Seguláttavita svo og fjarstýrða áttavita skal stilla (compass swing) ef grunur leikur á að þeir sýni ekki rétt, svo og eftir viðhaldsvinnu eða breytingar, sem gætu leitt af sér skekkjur í áttavita. Önnur mælitæki skal prófa ef grunur leikur á að þau vinni ekki rétt.
-
Hvort sem mælitækin eru prófuð í loftfarinu eða á verkstæði, skal nota til þess viðurkenndan prófunarbúnað sem reglulega er borinn saman við viðurkenndan grunnstaðal. Flugvélatæknir sem framkvæmir prófun á hraða- og hæðarmælum skal hafa hlotið til þess, sérstaka þjálfun. Ef mælitæki stenst ekki prófun, telst það ólofthæft og skal það þá fært á viðurkennt mælitækjaverkstæði, til viðgerðar. Stilling á hraða- og hæðarmælum skal fara fram á viðurkenndu mælitækjaverkstæði.
-
„Pilot/static“ kerfið skal lekaprófa ef leiðslum hefur verið raskað.
|
2 Loftför sem notuð eru í flugrekstri
|
Mæli-, fjarskipta og flugleiðsögutæki loftfara í atvinnuflugi skulu prófuð samkvæmt viðurkenndri viðhaldsáætlun.
|
Reglur þessar öðlast gildi nú þegar.
|
Upplýsingabréf fellt út gildi: / AIC hereby cancelled:
B 006 / 2004
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi: / NOTAM incorporated in this AIC:
Ekkert / NIL
|
|